Myndin farin að skýrast

Betur fór en á horfðist þegar rúta með 26 farþegum …
Betur fór en á horfðist þegar rúta með 26 farþegum auk bílstjóra valt í Rangárvallasýslu á laugardaginn, 25. maí. Ljósmynd/Jónas Yngvi Ásgrímsson

Mynd­in er far­in að skýr­ast varðandi at­vik mála þegar rúta, með 27 manns um borð, valt á Suður­landi um síðustu helgi að sögn lög­reglu. Rút­an virðist hafa sokkið ofan í ve­göxl­ina sem gaf síðan eft­ir.

Rúta með 26 farþegum auk bíl­stjóra valt heil­an hring af Rangár­valla­vegi um kl. 17 laug­ar­dag­inn 25. maí. Sjö voru flutt­ir slasaðir með þyrlu til Reykja­vík­ur en hinir á sjúkra­hús á Hellu og Sel­fossi.

Rann­sókn stend­ur enn enn yfir, seg­ir Jón Gunn­ar Þór­halls­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is.

„Það hef­ur gengið vel,“ seg­ir Jón innt­ur eft­ir því hvernig rann­sókn slyss­ins hef­ur undið fram. „Það er búið að ræða við eitt­hvað af fólki en það er ekk­ert nýtt sem ég get komið inn á.“

Ve­göxl­in hafi gefið eft­ir

Enn á eft­ir að taka skýrslu af nokkr­um sem voru um borð í rút­unni. Jón seg­ir að búið sé að ræða við bíl­stjór­ann en kveðst ekki hand­viss hvort lög­regla hafi tekið af hon­um skýrslu. Bíl­stjór­inn var þó tek­inn í blóðprufu, eins og siður er fyr­ir þegar slys af þessu tagi ger­ast.

Er kom­in ein­hver skýr­ari mynd af því sem ger­ist þarna?

„Já, já, hún er að skýr­ast alltaf, en eins og ég segi á eft­ir að bera sam­an öll gögn og ljúka því. Það er eng­in niðurstaða kom­in,“ svar­ar hann.

Vegöxlin er talin hafa gefið eftir.
Ve­göxl­in er tal­in hafa gefið eft­ir. Ljós­mynd/​Jón­as Yngvi Ásgríms­son

Eins og fram hef­ur komið eru um­merki á ve­göxl­inni sem gefa til kynna að veg­ur­inn hafi gefið eft­ir, að sögn lög­reglu.

„[Rút­an] sekk­ur í ve­göxl­ina og ve­göxl­in gef­ur eft­ir, þá eru um­merki um það á vett­vangi að sögn rann­sak­ara sem voru þar,“ seg­ir yf­ir­lög­regluþjónn­inn.

„Það er bara hluti af því sem við erum að skoða í heild­ar­sam­heng­inu,“ bæt­ir hann við að lok­um.

Starfs­menn Vega­gerðar­inn­ar telja aft­ur á móti ekki að veg­ur­inn hafi gefið sig und­an rút­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert