Myndir: Lögregla beitti piparúða á mótmælendur

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögregla beitti piparúða á mótmælendur sem voru saman komnir í morgun við Skuggasund þar sem fundur ríkisstjórnarinnar var haldinn.

Kröfðust mótmælendur þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og að ríkið verði beitt viðskiptaþvingunum.

Helltu mjólk í augun

Mótmælendur hrópuðu á ráðherra er þeir gengu á ríkisstjórnarfund. Lagðist einn þeirra fyrir framan bíl og stöðvuðu þannig för hans.

Á myndum sem ljósmyndari mbl.is náði af vettvangi mótmælanna má sjá lögreglu beita piparúða og mótmælendur hella mjólk í augu þeirra sem fengu úðann í andlitið.

Hér fyrir neðan má sjá myndirnar af vettvangi:

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka