Niðurstöðu krufningar að vænta eftir helgi

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til Bolungarvíkur á mánudag …
Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til Bolungarvíkur á mánudag vegna líkfundarins. Ljósmynd/Aðsend

Enn er óljóst hvernig andlát sambýlisfólks í Bolungarvík bar að. Krufningum lauk á miðvikudag og lögreglan á Vestfjörðum á von á bráðabirgðaniðurstöðu í næstu viku.

Þetta segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við mbl.is. Hann kveðst ekki eiga von á niðurstöðum í dag.

Karls og kona á sjötugsaldri fundust látin á heim­ili sínu í Bolungarvík á mánudag.

Enn óskýrt

Enn er óljóst hvernig andlátin bar að, segir Helgi, en í augnablikinu er ekki grunur um að þau hafi orðið með saknæmum hætti.

„En það gæti breyst þegar við fáum krufninguna,“ bætir hann við.

Þá er enn óskýrt hversu lengi langur tími hafi liðið áður en lögreglan hafi komist inn í hús sambýlisfólksins. Helgi segir þó líklegt að liðið hafi nokkrir dagar..

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert