Páll sýknaður í Landsrétti

Þórður Snær Júlíusson og Páll Vilhjálmsson.
Þórður Snær Júlíusson og Páll Vilhjálmsson. Samsett mynd

Landsréttur snéri við dómi héraðsdóms og sýknaði Pál Vilhjálmsson bloggara í meiðyrðamáli sem Þórður Snær Júlíusson, annar af ritstjórum Stundarinnar, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á sama miðli, höfðuðu gegn Páli.

Páll hafði sakað Þórð Snæ og Arnar Þór um að hafa framið hegningarlagabrot þegar þeir voru sagðir í bloggfærslu Páls hafa stolið síma Páls Steingrímssonar skipstjóra og byrlað honum. Voru þeir Þórður og Arnar þá starfsmenn á Kjarnanum. 

Allir þrír á sama máli 

Allir þrír dómarar Landsréttar sammældust um sýknudóm.

„Áfrýjandi var með umdeildum bloggfærslum sínum þátttakandi í almennri umræðu um mikilvægt samfélagslegt málefni sem erindi átti við almenning og naut af þeim sökum rúms tjáningarfrelsis,“ segir í dómnum.

Þá er vikið að því að blaðamennirnir séu opinberar persónur og sem hafi byrjað umræðuna með greinaskrifum um skæruliðadeild Samherja. Þeir hafi af þeim sökum mátt gera ráð fyrir því að þeir yrðu fyrir gagnrýni og mættu þola hvöss ummæli um sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert