Rétt er það að eldgosin setja Grindavík í frekar erfiða stöðu en góðu fréttirnar eru að það virðist sem að það sé að draga úr uppstreymi á kviku úr dýpri kvikugeymslunni.
Þetta segir eldfjallafræðingurinn Þorvaldur Þórðarson í færslu á Facebook-síðu sinni.
„Ef heldur áfram sem horfir, þá virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar og félaga vera á réttu róli og Sundhnúkavirknin ætti að setjast í helgan stein sinni partinn í júlí eða fyrripartinn í ágúst. Ef þetta rætist er komið 800 ára hlé á umbrotunum á Sundhnúkareininni,“ segir Þorvaldur.
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí, eins og mbl.is greindi frá.