Tæplega 268 þúsund á kjörskrá

Baráttan um Bessastaði er senn á enda.
Baráttan um Bessastaði er senn á enda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingar ganga að kjörborðinu á morgun, 1. júní, og kjósa sér sjöunda forseta lýðveldisins frá stofnun þess.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en hann tók við embættinu af Ólafi Ragnari Grímssyni árið 2016.

Utankjörfundarkosning hefur farið fram hjá sýslumönnum og í sveitarfélögum eftir atvikum sem og í sendiráðum og hjá ræðismönnum erlendis.

Heildarfjöldi þeirra sem kosið höfðu utan kjörfundar á hádegi í gær var 30.044 en á sama tíma árið 2016 höfðu 36.137 kosið. Það er nokkru minni kjörsókn en á sama tíma fyrir átta árum eða rúm 11% af heildarfjölda á kjörskrá nú á móti tæpum 15% þá. Á kjörskrá eru 267.528.

Á annað hundrað kjörstaðir

Kjörstaðir sem kosið verður á telja á annað hundrað um allt land og verða þeir almennt opnir frá níu í fyrramálið til tíu annað kvöld með einhverjum undantekningum þó. Frekari upplýsingar um hvenær kjörstaðir eru opnir er að finna á heimasíðum sveitarfélaga. Að loknum kjörfundi verða atkvæði talin í Laugardalshöll, Kaplakrika, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Hjálmakletti í Borgarnesi og Háskólanum á Akureyri.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert