Útskriftarhátíð og ný námsbraut kynnt

Útskriftarefni Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í maí.
Útskriftarefni Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í maí. Ljósmynd/Aðsend

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram í vikunni við hátíðlega athöfn. Alls brautskráðust 19 nemendur af fimm námsbrautum.

Aukið erlent samstarf og ný íslenskubraut

Í tilkynningu segir að tekin hafa verið stór skref í átt að auknu erlendu samstarfi fyrir bæði kennara og nemendur en skólinn er formlega orðinn Erasmus+ skóli. Í kjölfar þess aukist möguleikar á að senda bæði kennara og nemendur erlendis á námskeið og í skiptinám.

Valgarð Már Jakobsson skólameistari sagði í ræðu sinni að í undirbúningi væri ný íslenskubraut fyrir nemendur af erlendum uppruna og að kennsla þar myndi hefjast í haust. 

Hann sagði einnig að fólk víða að streymdi til skólans til að kynnast vinnunni þar, sem hefði vakið verðskuldaða athygli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert