Víða vætusamt í dag

Nokkuð samfelldri rigningu og súld er spáð í dag.
Nokkuð samfelldri rigningu og súld er spáð í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkuð samfelldri rigningu og súld er spáð suðvestanlands í dag í suðvestan 8-15 m/s þar sem hvassast verður norðvestan til.

Í hugleiðum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að það muni rigna öðru hverju fyrir norðan og austan en á Vestfjörðum verði líklega þurrt.

Á morgun á sjálfan kosningadaginn er spáð hægari vindi. Dálítil væta verður í flestum landshlutum en bjart með köflum og yfirleitt þurrt á Austurlandi þar sem verður einnig hlýjast.

Hitinn þar verður 16-19 stig en 8-14 í öðrum landshlutum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert