6,6% hafa kosið í Suðvesturkjördæmi

Búast má við næstu tölum eftir klukkan 13 í dag.
Búast má við næstu tölum eftir klukkan 13 í dag. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson

Samkvæmt nýjustu tölum frá yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi hafa 5.151 manns nú þegar kosið eða 6,6%. Voru tölurnar teknar saman klukkan 11 í morgun.

Á kjörskrárstofni eru 77.967 manns.

Næstu tölur eftir klukkan 13

Til samanburðar má geta þess að árið 2021 höfðu 5018 kosið í alþingiskosningunum, eða 6,8%, og árið 2020 höfðu 3841 kosið í forsetakosningunum eða 5,3%.

Árið 2017 höfðu hins vegar 4062 kosið í alþingiskosningunum, eða 5,8%, og í forsetakosningunum árið 2016 höfðu 4585 kosið eða 6,8%.

Búast má við næstu tölum frá kjördæminu eftir klukkan 13 í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert