Búið að vera mikið „havarí"

Baldur kaus í Hagaskóla í morgun.
Baldur kaus í Hagaskóla í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi kaus í Hagaskóla í morgun. Blaðamaður mbl.is spjallaði við hann um kosningabaráttuna og líðan áður en hann rauk út í daginn. 

Hvernig er tilfinningin í hjartanu núna?

„Hún er bara góð, þetta er búið að vera einstaklega skemmtileg barátta, hún hefur verið nokkuð löng, það hefur verið mikill áhugi fjölmiðla á kosningum þannig að ég er bara mjög spenntur fyrir deginum," segir Baldur.

Baldur og Felix á kjörstað.
Baldur og Felix á kjörstað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svona eftir á að hyggja, ertu ánægður með kosningabaráttuna og hvernig henni hefur fram undið?

„Já, það hefur verið það, ég eyddi alveg fjórum vikum úti á landi að tala við kjósendur og svo er auðvitað búið að vera mikið havarí hérna. Þetta hefur verið kannski svona enn meiri vinna en ég hefði nokkurn tímann getað ímyndað mér, en bara virkilega skemmtileg. Mig langar að hvetja alla til þess að nýta atkvæðisrétt sinn, það er ekkert sjálfgefið að við búum í lýðræðisríki og við fáum að taka þátt í því að breyta heiminum,“

Kannski ein svona í léttari kantinum í lokin, ég er ekki að tala um embættisverk. Hvert verður þitt fyrsta verk þegar þú getur sett fæturna upp í loft, aðeins farið að líta í kringum þig og anda?

„Það er að taka kaffibolla úti í garði,“ segir Baldur og hlær. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert