Eldur kviknaði í rútu í Víkurskarði á Norðurlandi fyrir skemmstu. 32 manns voru í rútunni en allir farþegar eru óhultir, að sögn lögreglunnar á Akureyri.
Það kviknaði í afturendanum á rútunni en eldsupptök liggja ekki fyrir.
Að sögn lögreglunnar á Akureyri er allt hreinsunarstarf búið og búið að slökkva alla elda.