Eldur í rútu í Víkurskarði

Víkurskarð.
Víkurskarð. LJósmynd/Vegagerðin

Eld­ur kviknaði í rútu í Vík­ur­skarði á Norður­landi fyr­ir skemmstu. 32 manns voru í rút­unni en all­ir farþegar eru óhultir, að sögn lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri. 

Það kviknaði í aft­ur­end­an­um á rút­unni en elds­upp­tök liggja ekki fyr­ir. 

Að sögn lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri er allt hreins­un­ar­starf búið og búið að slökkva alla elda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert