Halla Tómasdóttir leiðir eftir að fyrstu tölur voru kynntar. Katrín Jakobsdóttir kemur næst á eftir henni. Halla Hrund Logadóttir er þriðja efst.
Búið er að kynna tölur í bæði Norðaustur- og Suðurkjördæmi.
Halla hlýtur 37,2% atkvæða, Katrín 21,4% og Halla Hrund 16,2%.
Jón Gnarr er fjórði efstur með 10% atkvæða og Baldur Þórhallsson, 8,6%.
Fyrstu tölur voru kynntar í Norðausturkjördæmi. Talin hafa verið 3.000 atkvæði. Halla hlýtur 35,2% atkvæða í því kjördæmi en Katrín 27,9% atkvæða.
Í Suðurkjördæmi voru tölur kynntar rétt á eftir Norðausturkjördæmi. Þar voru talin 9.786 atkvæði.
Halla Tómasdóttir leiðir einnig í því kjördæmi og hlýtur 37,6% atkvæða. Katrín hlýtur 19,6% atkvæða og Halla Hrund 16% atkvæða.
Hér má sjá viðbrögð frambjóðenda við fyrstu tölum: