Atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna forsetakosninganna lauk í Holtagörðum í Reykjavík klukkan 22 í gærkvöld.
Þar hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla verið daglega klukkan 9-22 frá 3. maí, fyrir utan tvo rauða frídaga.
Atkvæðaseðlarnir eru í innsigluðum viðarkössum, í ýmsum litum, sem eru merktir hverju kjördæmi fyrir sig. Hér má sjá kjörstjórnarstarfsmann bera tvo slíka kassa af atkvæðum.
Kassarnir voru heldur léttari í ár en í síðustu forsetakosningum, árið 2020.
Aðsóknin var með svipuðu móti í ár og árið 2016, en þá kusu 44.954 utan kjörfundar.
Þau sem komast ómögulega á sinn kjörstað á kjördag geta kosið í Holtagörðum frá klukkan 10-17 í dag.