Keppast við að fordæma réttarkerfið

Ron DeSantis, Mike Johnson og Marco Rubio eru meðal þeirra …
Ron DeSantis, Mike Johnson og Marco Rubio eru meðal þeirra sem hafa gert lítið úr dómstólum í Bandaríkjunum eftir sakfellingu Donald Trump. Samsett mynd

Málflutningur repúblikanans Larry Hogan féll í grýttan jarðveg í herbúðum Donald Trump eftir að fyrrverandi forsetinn var í gær fund­inn sek­ur í öll­um 34 ákæru­liðum í máli tengdu fölsuðum viðskipta­skjöl­um og greiðslum til klám­mynda­leik­kon­unn­ar Stor­my Daniels. 

Hogan steig fram á samfélagsmiðlum og hvatti Bandaríkjamenn til að virða dóminn og réttarkerfið.

Larry Hogan
Larry Hogan

Örfáum mínútum síðar svaraði Chris LaCivita, sem er hátt settur í framboði Trump: „Þú endaðir þitt eigið framboð.“ Þykir slíkur málflutningur gefa til kynna að Trump vilji skapa frekari sundrungu þar sem skilaboðin eru: Ef þú ert ekki með okkur þá ertu á móti okkur.

Trump vann fyrir löngu 

Í fréttaskýringu á BBC segja fulltrúar repúblikana ekkert stríð í uppsiglingu innan flokksins á þessari stundu. Sú orrusta hafi farið fram fyrir löngu og Trump vann hana.

Svo virðist sem yfirlýsingar margra repúblikana á opinberum vettvangi endurspegli þetta.

Mike Johnson forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði daginn skammarlegan fyir þjóðina og að réttarhöldin ættu sér pólitískar rætur, ekki lagalegar stoðir.

Öldungadeildarþingmaðurinn Steve Scalia sagði réttarkerfið virka eins og í bananalýðveldi.

Ron deSantis sagði ferlið sem leiddi til sakfellingar fáránlegt og líkti réttarkerfinu við kengúru, (Kangaroo court.)

Trump er sagður hafa unnið baráttuna um repúblikanaflokkinn.
Trump er sagður hafa unnið baráttuna um repúblikanaflokkinn. AFP

Líkt við kommúnistaríki 

Mesta athygli vakti þó þegar Marco Rubio stökk Trump til varnar. Rubio bauð sig fram gegn Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2016.

Kallaði hann réttarhöldin sýndarréttarhöld sem einna helst minntu á það sem á sér stað í kommúnistaríkjum. Einna helst minnti þetta á það sem átti sér stað eftir að Fidel Castro leiddi uppreisn á Kúbu.

Kunni að leiða til óróa

Slíkur málflutningur veldur mörgum ugg í brjósti.

Trump hefur til þessa verið umdeildur og skapað sundrungu í bandarísku samfélagi.
Hins vegar telja margir stigsmun felast í því þegar félagar í Repúblikanaflokknum tala með svo afgerandi hætti gegn stofnunum landsins. Það kunni að leiða til frekari óróa meðal Bandaríkjamanna og óttast margir að átök kunni að brjótist út þar sem stuðningsmenn Trump fari offari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert