Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi er komin upp í 32%, nú þegar 24.985 manns hafa kosið en í Norðvesturkjördæmi var kjörsóknin klukkan 15 komin í 38,47%.
Á vef Reykjavíkurborgar má fylgjast með nýjustu kjörsóknartölum sem birtar eru á klukkustundafresti en klukkan 15 var kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður komin í 32,26% en í Reykjavíkurkjördæmi suður var hún 33,68%.
Í Norðvesturkjördæmi var kjörsóknin klukkan 15 komin í 33,65% á Akureyri, 47,6% í Fljótsdal og í Grímsey var hún 60% en þar hefur kjörstað verið lokað.
Segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar, kjörsóknina ívið betri í ár en á sama tíma í fyrri kosningum.
Þá voru 14.504 búnir að kjósa í Suðurkjördæmi klukkan 15, eða 35,16%, en á sama tíma árið 2020 var kjörsóknin 25,94% og árið 2016 var hún 29,93%.