Óskar eftir skoðun á verkferlum lögreglu

Lögreglan hefur verið gagnrýnd töluvert fyrir viðbrögð sín gagnvart mótmælendum.
Lögreglan hefur verið gagnrýnd töluvert fyrir viðbrögð sín gagnvart mótmælendum. mbl.is/Kristinn Magnússon, Eggert Jóhannesson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur óskað eftir því að farið verði yfir verkferla lögreglu í kjölfar viðbragða hennar gagnvart mótmælendum við Skuggasund, þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram í gærmorgun.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Guðmundar Inga.

Mik­il mót­mæli fóru fram á meðan fund­ur­inn stóð yfir og beitti lög­regl­an meðal ann­ars piparúða gegn mót­mæl­end­um.

Guðmundur Ingi stýrði fundinum í fjarveru forsætisráðherra og hefur hann beðið ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins um að fara yfir verkferlana og ákvarðanir lögreglu, „sem leiddu til þess að valdi var beitt gagnvart borgurum sem nýttu lýðræðislegan rétt sinn til mótmæla í tengslum við ríkisstjórnarfundinn“.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert