Sumir betri en aðrir

Ólafur Þ.Harðarson stjórnmálafræðingur segist hafa tekið ákvörðun í morgun hvern …
Ólafur Þ.Harðarson stjórnmálafræðingur segist hafa tekið ákvörðun í morgun hvern hann ætlaði að kjósa. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er búinn að fylgjast vel með. Ég hef að vísu ekki komist til að sjá alveg allt en eiginlega allt,“ segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur, spurður að því í samtali við blaðamann á kjörstað fyrr í morgun, hvort hann hafi ekki fylgst vel með kosningabaráttunni. 

Atkvæðið lá fyrst fyrir í dag

Inntur í framhaldinu eftir því hvort það hafi legið fyrir allan tímann hvaða frambjóðandi fengi hans atkvæði segir Ólafur svo ekki vera. 

„Nei, ég er búinn að velkjast mjög mikið í vafa eins og flestir Íslendingar. Ákvörðun mín lá fyrst alveg fyrir í dag. Ég var þó búinn að ákveða það áður en ég kom í klefann en ég er mjög ánægður með hvað efstu frambjóðendurnir eru góðir frambjóðendur,“ segir hann en bætir því við að sumir séu þó betri en aðrir.

Valið oft erfitt

En var erfiðara að gera upp hug sinn núna en oft áður?

„Mér finnst nú mjög oft erfitt að komast að niðurstöðu, eða þannig að ég er venjulega að velja á milli einhverra tveggja, þriggja, fjögurra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert