Sigtryggur Sigtryggsson
Tekjur af komu skemmtiferðaskipa til Íslands námu samtals um 40 milljörðum króna á árinu 2023. Þetta er niðurstaða greiningar sem fyrirtækið Reykjavík Economics gerði fyrir Faxaflóahafnir.
Skýrsluhöfundar taka fram að það sé flókið að meta efnahagsleg áhrif atvinnugreina og niðurstöður séu „mjög viðkvæmar fyrir forsendum um eyðslu og fjölda farþega“. Skýrslan var kynnt um borð í farþegaskipinu Le Commandant Charcot á þriðjudaginn.
Skýrsluhöfundar gera ráð fyrir að eyðsla/útgjöld farþega skemmtiferðaskipa í landi hafi verið á bilinu 22-30 milljarðar króna á árinu 2023. Rannsóknin leiðir í ljós miðað við fyrirliggjandi kannanir á eyðslu farþega skemmtiferðaskipa að hver farþegi eyði 72-97 þúsund krónum í landi á ferð sinni um Ísland.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu fimmtudaginn 30. maí.