Undirbúningur talningar að hefjast í Borgarnesi

Gunnar Trausti Eyjólfsson og Ari Karlsson voru að undirbúa talningu …
Gunnar Trausti Eyjólfsson og Ari Karlsson voru að undirbúa talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi og stilltu sér upp fyrir ljósmyndara mbl.is. mbl.is/Theodór Kr. Þórðarson

Kosið er um næsta forseta Íslands í menningarhúsinu Hjálmakletti í Borgarnesi í dag, en þar verða einnig atkvæði talin fyrir Norðvesturkjördæmi.

Ari Karlsson, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis, sagði að menn væru lagðir af stað með kjörkassa frá nokkrum stöðum í kjördæminu áleiðis í Borgarnes en undirbúningur talingar hæfist væntanlega upp úr kl. 18. Talningin sjálf hefst síðan klukkan 22.

Hjónin Jenný Lind Egilsdóttir og Gunnar Ringsted greiddu atkvæði í …
Hjónin Jenný Lind Egilsdóttir og Gunnar Ringsted greiddu atkvæði í Hjálmakletti. mbl.is/Theodór Kr. Þórðarson
Hjónin Helga Helgadóttir og Georg Hermannsson voru ánægð að lokinni …
Hjónin Helga Helgadóttir og Georg Hermannsson voru ánægð að lokinni kosningu í Hjálmakletti. mbl.is/Theodór Kr. Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert