Kosið er um næsta forseta Íslands í menningarhúsinu Hjálmakletti í Borgarnesi í dag, en þar verða einnig atkvæði talin fyrir Norðvesturkjördæmi.
Ari Karlsson, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis, sagði að menn væru lagðir af stað með kjörkassa frá nokkrum stöðum í kjördæminu áleiðis í Borgarnes en undirbúningur talingar hæfist væntanlega upp úr kl. 18. Talningin sjálf hefst síðan klukkan 22.