Viktor á kosningavöku Baldurs: Tölur skipta litlu

Viktor Traustason í kosningavöku Baldurs í kvöld.
Viktor Traustason í kosningavöku Baldurs í kvöld. mbl.is/Iðunn Andrésdóttir

Forsetaframbjóðandinn Viktor Traustason er mættur í kosningavöku Baldurs Þórhallssonar á Grensásvegi í Reykjavík.

Viktor segir fyrstu tölur kvöldsins ekki skipta sig miklu máli „því ég var aldrei að bíða eftir neinum tölum“.

Hann hafi frekar áhuga á því hvernig embætti forseta Íslands þróist næstu tvo áratugi.

Ekkert spáð í hver vinni

„Ég hugsa að næst þegar kemur ráðherraskandall þá hættir fólk að horfa á þingið og það byrjar að horfa á Bessastaði. Næst þegar það er vafamál á Alþingi á fólk eftir að vera harðara á því að það sé mótmælaþröskuldur,“ segir Viktor við mbl.is.

Ætlar þú að kíkja á fleiri frambjóðendur en Baldur?

„Alla vega Höllu Tómasdóttur og Ásdísi, ég veit ekki um fleiri partí,“ segir Viktor.

Hver heldur þú að sé sigurstranglegastur?

„Ég hef bara ekkert spáð í því. Ég held að þau séu ekki að fara að taka við embættinu sem þau héldu að þau væru að taka við,“ segir Viktor að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert