Vonar að atkvæðum verði ekki hent á „stríðsbálið“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú er kjördagur genginn í garð og spennan magnast. Blaðamaður mbl.is hitti á Ástþór Magnússon forsetaframbjóðanda á kjörstað í Hagaskóla og heyrði í honum hljóðið á þessum mikilvæga degi. 

Hvernig lýst þér á þetta, ertu sáttur við hvernig þú hefur rekið þína kosningabaráttu?

„Ég náttúrulega vona það að þjóðin hafi skynsemi til þess að bera til þess að kjósa frið en ekki henda atkvæðinu sínu á stríðsbálið. Það eru náttúrulega mjög alvarlegir hlutir að gerast hérna þegar búið er að brjóta stjórnarskrána, hegningarlögin og eins og ráðherrar fara ekkert að lögum í þessum stuðningi og kaupa vopn. Þetta er bara – þetta er bannað. Þetta fólk er orðið landráðafólk. Íslendingar verða náttúrulega að sýna það að þeir styðji ekki svona aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ef þeir kjósa önnur framboð þá er íslenska þjóðin að lýsa því yfir að hún sé sátt við þetta,“ segir Ástþór í samtali við blaðamann mbl.is.

Kemur það þér á óvart þá að, í það minnsta að skoðanakannanir hafi ekki verið að sýna að fólk vilji...

„Við skulum bara sjá hvað fólkið kýs, fólkið þarf að kjósa, nota kosningaréttinn. Eina vitið er náttúrulega að kjósa friðarframboðið sem er að vinna að því að stöðva þessa vitleysu sem er í gangi, sem eru fjárfestingar í vopnum,“ segir Ástþór.

Ástþór kaus í Hagaskóla í morgun.
Ástþór kaus í Hagaskóla í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ástþór Magnússon ræddi við blaðamenn.
Ástþór Magnússon ræddi við blaðamenn. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert