49.126 Íslendingar á ADHD-lyfjum eða svefnlyfjum

Lyf.
Lyf. Ljósmynd/Colourbox

Alls eru 22.472 Íslendingar á ADHD-lyfjum og 26.654 Íslendingar fá uppáskrifuð svefnlyf.

Þetta kemur fram í svörum Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Evu Sjöfn Helgadóttur, varaþingmanni Pírata.

Fleiri karlar en konur á ADHD-lyfjum

Í hópi kvenna eru flestir á ADHD-lyfjum í aldurshópnum 10-19 ára, alls 2.923 konur. Í hópi karla er sami aldurshópur stærstur, meðal 10-19 ára eru alls 4.239 karlar á ADHD-lyfjum.

Næst stærsti hópurinn sem er á ADHD-lyfjum er á aldrinum 30-39 ára, 2.324 konur og 1.989 karlar.

Stúlkur á aldrinum 0-9 ára eru í heildina 332 sem eru á ADHD-lyfjum en strákar á sama aldri sem eru á ADHD-lyfjum eru 767.

Í heildina eru 10.884 íslenskar konur og 11.588 íslenskir karlar sem eru á ADHD-lyfjum.

Fleiri konur en karlar á svefnlyfjum

Í hópi kvenna er fá flestar uppáskrifuð svefnlyf í aldurshópnum 70-79 ára, alls 4.264 konur. Sama gildir karlamegin. Næst stærsti hópurinn sem fær uppáskrifuð svefnlyf er á aldrinum 60-69 ára, 4.112 konur og 2.290 karlar.

Stúlkur á aldrinum 0-9 ára sem fá uppáskrifuð svefnlyf eru í heildina 20 og strákarnir 28.

Í heildina fá 16.654 íslenskar konur og 10.000 íslenskir karlar uppáskrifuð svefnlyf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert