Appelsínugul viðvörun í kortunum

Veður fer versnandi með vikunni.
Veður fer versnandi með vikunni. Kort/Veðurstofa Íslands

Veður kemur til með að versna til muna frá og með morgundeginum og Veðurstofan hefur fyrir vikið uppfært veðurviðvaranir víða um land úr gulu í appelsínugult. 

Gul viðvörun tekur gildi að kvöldi morgundags á suðvesturhluta landsins og Vestfjörðum, en appelsínugul tekur gildi á öllum öðrum landshlutum. 

Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur bændur til að huga að búfénaði og vegfarendur hvattir til að fylgjast með stöðu mála. 

Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings mun veður versna seinnipartinn á morgun og standa linnulítið fram á aðfaranótt föstudags.

Þá segir enn fremur að óveðrið framundan sé óvenjulegt á þessum árstíma bæði hvað varðar vindstyrk og lágt hitastig með mikilli úrkomu á norðanverðu landinu. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert