Baldur skiptir ekki um hlutverk strax

Baldur Þórhallsson segir það hafa verið sér mikill styrkur að …
Baldur Þórhallsson segir það hafa verið sér mikill styrkur að hafa fjölskyldu sína með sér í kosningabaráttunni. mbl.is/Arnþór

Stjórnmálafræðingurinn og forsetaframbjóðandinn Baldur Þórhallsson segist ætla að bíða með að bregða sér í hlutverk stjórnmálaskýrandans fram á næstu kosningar. 

„Það er mjög sérstakt að vera allt í einu hinum megin við borðið. Maður þarf að setja sig í alveg nýjar stellingar til þess.

Ég ætla að bíða aðeins með það að bregða mér í hlutverk stjórnmálaskýrandans, ég býð kannski með það fram á næstu kosningar,“ segir Baldur í samtali við mbl.is.

Baldur Þórhallsson á kosningavöku sinni.
Baldur Þórhallsson á kosningavöku sinni. mbl.is/Arnþór

Ótrúleg lífsreynsla

Baldur segir það hafa verið sér mikill styrkur að hafa fjölskyldu sína með sér í kosningabaráttunni.

„Ég hefði í rauninni ekki farið fram nema að við náðum að ákveða þetta í sameiningu og fyrir alla þessa miklu hvatningu að stíga fram,“ segir Baldur.

„Þetta er búið að vera alveg ótrúleg lífsreynsla, mjög þroskandi. Þetta er búið að vera löng barátta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert