Eiríkur Ingi setti nýtt met

Eiríkur Ingi Jóhannsson.
Eiríkur Ingi Jóhannsson. mbl.is/Arnþór

Það stefnir allt í að Eiríkur Ingi Jóhannsson slái metið yfir fæst atkvæði í forsetakosningum. 

Talningu er lokið í þremur kjördæmum af sex og hefur Eiríkur Ingi hlotið 65 atkvæði en búið er að telja 191.065 atkvæði.

Metið yfir fæstu atkvæði í forsetakosningum á Hildur Þórðardóttir sem hlaut 294 atkvæði í kosningunum árið 2016.

Sex frambjóðendur hafa hlotið undir 1.500 atkvæðum sem er sá fjöldi meðmæla sem þurfti til að bjóða sig fram.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur hlotið 1.067 atkvæði, Ástþór Magnússon Wium 325, Viktor Traustason 294, Ásdís Rán Gunnarsdóttir 283, Helga Þórisdóttir 204 og Eiríkur Ingi 65.

Uppfært klukkan 10.30

Nú er ljóst að Eiríkur Ingi hefur slegið metið yfir fæst atkvæði í forsetakosningum frá upphafi. Hann hlaut 101 atkvæði. Helga Þórisdóttir hlaut 275 sem er einnig undir fyrra meti, Viktor Traustason 392, Ásdís Rán Gunnarsdóttir 394, Ástþór Magnússon 465 og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 1.383.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert