Forgangsröðun jarðgangakosta verður ekki breytt frá því eins og þeir birtast í þingsályktunartillögu um forgangsáætlun fyrir árin 2024-2038, að því er fram kemur í svari innviðaráðherra við fyrirspurn frá Maríu Rut Kristinsdóttur á Alþingi.
Spurt var um hvort til greina kæmi að flýta áætluðum framkvæmdum við Súðavíkurgöng samkvæmt jarðgangaáætlun „í ljósi þeirra aðstæðna sem íbúar Súðavíkur og nágrennis búa við vegna snjóflóða- og aurskriðuhættu”.
Í svari Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra kemur fram að hún telji ekki neinar upplýsingar hafa komið fram sem geti réttlætt breytingu á forgangsröðuninni, enda sé hún byggð á vönduðu heildarmati Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri á Íslandi frá júlí 2023.
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri mat alls 18 jarðgangakosti með tilliti til markmiða samgönguáætlunar um greiðar, öruggar, hagkvæmar og umhverfislega sjálfbærar samgöngur og jákvæða byggðaþróun.
Við forgangsröðunina var jafnframt tekið tillit til þess hversu brýn verkefnin væru talin vera.
Stefnt er að því að byggja öll göngin á næstu þrjátíu árum.