Ekki á leið í pólitík

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi telur að hún muni ásamt hópi stuðningsmanna vinna ýmisleg verkefni í þágu samfélags í framtíðinni. Halla er þó sjálf ekki á leið í pólitík.

Eins og staðan er núna þegar þetta er skrifað vermir Halla Hrund þriðja sæti í forsetakosningunum.

Rétt að byrja

Það vakti athygli blaðamanns á kosningavöku Höllu Hrundar þegar hún ávarpaði stuðningsfólk sitt og sagði „við erum bara rétt að byrja“. Spurð hvað hún hafi átt með þessu segir Halla Hrund:

„Við erum búin að byggja upp stórkostlegan hóp af fólki sem kemur úr ólíkum áttum. Það er alveg augljóst að allir eru að leggja sitt af mörkum til þeirra málefna sem að við stöndum fyrir. Ég sé fyrir mér að þetta sé vinskapur og tengsl sem muni halda áfram að leggja samfélaginu lið með ólíkum leiðum.

Við erum rétt að byggja þessi tengsl sem að við höfum talað um svo skýrt í kosningabaráttunni, að við þurfum að taka þátt, við þurfum að leggja okkar að mörkum og þá er það ekki bara afraksturinn sem gildir heldur líka gleðin og tengslin sem myndast manna á milli.“

Frá kosningavöku Höllu Hrundar í Hörpu.
Frá kosningavöku Höllu Hrundar í Hörpu. mbl.is/Arnþór

Hvað getum við þá sem þjóð?

Þá segir hún að verkefnin verði alls kyns. „Ég held að við munum taka þátt í alls kyns verkefnum saman.“

Spurð hvort hún sé að boða mögulegt framboð í pólitík segir Halla Hrund svo ekki vera.

„Alls ekki. Ég er bara að bregðast við þessu ótrúlega samfélagi sem hafa tengst núna á undanförnum vikum. Ég segi bara ef að við getum náð hundruðum ekki þúsundum manna saman á bak við sett markmið á 55 dögum, hvað getum við þá sem þjóð? Það er allt hægt. Maður sér það á þessum stutta tíma.“

Stuðningsfólk Höllu er hér samankomið í Hörpu.
Stuðningsfólk Höllu er hér samankomið í Hörpu. mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka