Halla enn á toppnum eftir fyrstu tölur úr Reykjavík

Halla Tómasdóttir er enn á toppnum eftir að fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður hafa verið kynntar. Er hún nú með 34,6% atkvæða á landsvísu.

Sjá má viðbrögð Höllu við tölunum á kosningavöku sinni á myndskeiðinu hér að ofan.

Halla Tómasdóttir á kosningavöku sinni í Grósku.
Halla Tómasdóttir á kosningavöku sinni í Grósku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín og Halla Hrund á eftir

Katrín Jakobsdóttir kemur á eftir henni með 25,7% atkvæða.

Halla Hrund Logadóttir mælist þriðja efst með 10,2% atkvæða en Baldur Þórhallsson er með 8,5% atkvæða.

mbl.is/Kristinn Magnússon
Halla Tómasdóttir faðmar fjölskyldu sína fyrir utan Grósku.
Halla Tómasdóttir faðmar fjölskyldu sína fyrir utan Grósku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 41 þúsund atkvæði talin

Á landvísu hafa verið talin 40.952 atkvæði en á kjörskrá eru alls 266.935.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður hafa verið talin 22.166 atkvæði og er Halla Tómasdóttir efst. Er hún með 32,5% atkvæða, Katrín með 28,8% fylgi og Halla Hrund 12,9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert