Lokatölur úr Suðurkjördæmi bárust rétt fyrir klukkan 7. Halla Tómasdóttir fékk 11.522 atkvæði, eða 35,3% atkvæða.
Alls kusu 41.295 í kjördæminu og var kjörsókn því 79,6%. Það er álíka og í báðum kjördæmum Reykjavíkur.
Halla Hrund Logadóttir fékk 6.252 atkvæði, eða 19,1% atkvæða í Suðurkjördæmi. Katrín Jakobsdóttir fékk nærri helmingi færri atkvæði en Halla Tómasdóttir, eða 6.091 og er því með 18,6% atkvæða í kjördæminu.
Mjótt var á munum hjá Jóni Gnarr og Baldri Þórhallssyni í kjördæminu. Jón fékk 3.280 atkvæði, eða 10% atkvæða og Baldur fékk 3.138 atkvæði, eða 9,6% atkvæða.
Talningu í þremur kjördæmum af sex er nú lokið.