„Heiður lífs míns“

Halla er næsti forseti Íslands.
Halla er næsti forseti Íslands. mbl.is/Eyþór

„Það er heiður lífs míns að fá að verða ykkar forseti þann 1. ágúst næstkomandi.“

Þetta sagði Halla Tómasdóttir, næsti forseti Íslands, er hún ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir utan heimili sitt í miðbæ Reykjavíkur nú fyrir skömmu. 

Sig­ur Höllu í kosn­ing­un­um var af­ger­andi en hún hlaut flest at­kvæði í öll­um sex kjör­dæm­um lands­ins og var með yfir 30% fylgi í þeim öll­um. 

„En þessum heiðri fylgir líka ábyrgð og ég mun mæta þeirri ábyrgð að fullri alvöru. Ég stend á öxlum þeirra sem byggðu þetta samfélag og lyftu því úr fátækt í fyrirmynd á ótalmörgum sviðum,“ sagði Halla enn fremur í ávarpi sínu.

Fjöldi fólks er nú fyrir utan heimili Höllu.
Fjöldi fólks er nú fyrir utan heimili Höllu. mbl.is/Eyþór
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert