Hvað gerist nú?

Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti Íslands.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landskjörstjórn mun koma saman til fundar nú í hádeginu til að fara yfir niðurstöðu talningar frá yfirkjörstjórnum kjördæma en talningu er nú lokið í öllum kjördæmunum sex. 

Tekur við 1. ágúst 

Að lokinni talningu atkvæða í forsetakjöri senda yfirkjörstjórnir kjördæma landskjörstjórn skýrslu um niðurstöðu talningarinnar ásamt þeim kjörseðlum sem ágreiningur hefur verið um innan yfirkjörstjórnar eða milli hennar og umboðsmanna.

Þann 25. júní mun landskjörstjórn koma saman á ný, úrskurða um gildi ágreiningsatkvæða og lýsa úrslitum kosninganna.

Kjör­tíma­bili Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar lýk­ur síðan 31. júlí og 1. ágúst hefst fjögurra ára kjörtímabil Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert