Lokatölur borist úr báðum kjördæmum Reykjavíkur

Halla Tómasdóttir á kosningavöku sinni.
Halla Tómasdóttir á kosningavöku sinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lokatölur hafa nú borist úr báðum kjördæmum í Reykjavík. Lokatölur úr Reykjavík norður bárust rétt eftir klukkan hálf sex. 

Kjörsókn var 78,5% sem er örlítið minna en í Reykjavík suður, 79,3%.

Halla Tómasdóttir fékk 11.559 atkvæði, eða 31,2% atkvæða. Katrín Jakobsdóttir fékk 10.319 atkvæði, eða 27,9% atkvæða. 

Þá fékk Halla Hrund Logadóttir 4.935 atkvæði, eða 13,3% og Jón Gnarr fékk 4.109 atkvæði, eða 11,1%. Baldur Þórhallsson fékk 3.366 atkvæði, eða 9,1%. 

Lokatölur.
Lokatölur. mbl

Þá komu einnig nýjar tölur úr Norðvesturkjördæmi á sjötta tímanum.  

Nýjustu tölur drógu aðeins úr mun á Höllu og Katrínu en munurinn er þó enn talsverður, eða um sjö þúsund atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert