Lokatölur bárust frá Norðvesturkjördæmi klukkan 9. Alls kusu 18.363 og var kjörsókn því 85,37%.
Af þeim fjórum kjördæmum sem hafa tilkynnt lokatölur var mesta kjörsóknin í Norðvesturkjördæmi.
Halla Tómasdóttir fékk 5.501 atkvæði, eða 30,1%. Katrín Jakobsdóttir fékk 4.438 atkvæði, eða 24,3%.
Halla Hrund Logadóttir fékk örlítið færri atkvæði en Katrín, eða 4.302 og fékk því 23,5%.
Jón Gnarr fékk 1.661 atkvæði, eða 9,1% atkvæða, og Baldur Þórhallsson fékk 1.395 atkvæði, eða 7,6%.
Enn er beðið eftir lokatölum í Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.