Ógnarhópar starfi á Íslandi

Forstjóri Fjarskiptastofu segir að bregðast verði við þeirri heimsmynd sem …
Forstjóri Fjarskiptastofu segir að bregðast verði við þeirri heimsmynd sem blasir við í netöryggismálum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við Íslendingar þurfum að horfast í augu við það að netógnin er alþjóðleg og að staðfest tilfelli eru um það að hættulegustu ógnarhóparnir sem þjóna hagsmunum erlendra ríkja eins og Rússlands, Íran, Norður-Kóreu og Kína starfa einnig hérlendis,“ ritar Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Fjarskiptastofu í ávarpi sínu í ársskýrslu stofnunarinnar fyrir síðasta ár.

„Þessir hópar beina sjónum sínum til Íslands í ljósi stöðu landsins, hás tæknistigs og veikburða netöryggis og er Ísland því í viðkvæmri stöðu í þessu tilliti,“ segir einnig í ávarpinu.

Netöryggi varðar þjóðarhagsmuni

Netöryggi varðar þjóðarhagsmuni segir Hrafnkell. „Í ljósi þess að erlend ríki beita leynt og ljóst ógnarhópum til að herja á og klekkja á öðrum ríkjum er augljóst að netörgyggi snýst um að verja sjálfstæði þjóðarinnar og varðar því þjóðaröryggi og almannaheill.“

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu. Ljósmynd/Aðsend

Hrafnkell segir í ávarpinu að tryggja verði að íslensk stjórnsýsla taki mið af þessum breytingum sem lúta að netöryggi.

„Við Íslendingar erum örþjóð sem er afar tæknivædd og háð ýmsum tölvu- og fjarskiptakerfum. Vegna smæðar samfélagsins er samstarf innan stjórnsýslunnar og við almenna markaðinn enn mikilvægara hérlendis en víðast annars staðar.“

Leggur Hrafnkell til að skoða þann kost að stofna svokallað netöryggissetur sem hefur það að hlutverki að samhæfa alla netöryggistengda starfsemi í samfélaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert