Sér ekki eftir framboðinu

Helga Þórisdóttir í Efstaleiti í gærkvöldi.
Helga Þórisdóttir í Efstaleiti í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég nýtti lýðræðislegan rétt minn til að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands og sé ekki eftir því,“ segir Helga Þórisdóttir í Facebook-færslu. 

Helga fékk alls 275 atkvæði í kosningunum. 

Í færslunni þakkar hún öllum sem hvöttu hana og studdu, „og ekki síst til þess góða fólks sem við hjónin höfum verið svo lánsöm að kynnast víðs vegar um land“.

„Þetta hefur verið afar mögnuð lífsreynsla,“ ritar Helga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert