Upplýsa þarf ferðalanga um slæmt veður

Gul veðurviðvörun fyrir allt landið tekur gildi seinnipartinn á morgun, …
Gul veðurviðvörun fyrir allt landið tekur gildi seinnipartinn á morgun, mánudaginn 3. janúar. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Ferðamálastofa hefur hvatt þá sem eru í samskiptum við ferðafólk að tryggja öryggi og vellíðan viðskiptavina sinna vegna slæmrar veðurspár.

Einnig að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að upplýsa og undirbúa ferðalanga fyrir þau erfiðu veðurskilyrði sem fram undan eru. 

Mjög krefjandi aðstæður

Segir á vef Ferðamálastofu að líkt og fram hafi komið í fréttum sé spáð óvenju erfiðum veðurskilyrðum frá og með seinniparti morgundags og fram eftir vikunni.

Þá sé spáð miklum vindi og snjókomu á fjallvegum Norðan- og Austanlands og á hálendinu sem muni skapa mjög krefjandi aðstæður, sérstaklega fyrir þá sem ekki eru vanir íslenskum aðstæðum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert