Væntir þess að skilaboðin nái í gegn að lokum

Arnar Þór vonar að hans skilaboð hafi skilað sér í …
Arnar Þór vonar að hans skilaboð hafi skilað sér í þessari umferð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi kveðst hafa fært þjóðinni skýrt erindi og væntir þess að skilaboðin muni ná í gegn að lokum. 

„Þó að þau kannski skili sér ekki í gegn í þessari umferð.“

Þetta segir Arnar Þór í samtali við mbl.is inntur eftir viðbrögðum við fyrstu tölum kvöldsins. 

Vonar að aðrir taki við boltanum og hlaupi með hann

Í þessari umferð? Heldur þú að þú munir bjóða þig fram í annað embætti á næstu árum?  

„Nei, ég held ekki. Ég stefni ekki að því, en ég á við það að einhverjir aðrir vonandi taki boltann og hlaupi með hann.“ 

Menn búast við að lokatölur komi klukkan sjö heldur þú að þú munir vaka frameftir? 

„Nei, nei, ég fer bara snemma að sofa og vakna bara rólegur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka