2,6 stiga skjálfti nálægt Geysi

Ferðamenn við Strokk.
Ferðamenn við Strokk. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jarðskjálfti upp á 2,6 mældist í nágrenni við Geysi klukkan 1.18 í nótt.

Skjálftinn varð á sama svæði og skjálftarnir sem mældust þar í gær, eða um níu kílómetrum vestnorðvestur af Geysi.

Að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, hafa undanfarna tvo sólarhringa mælst 15 smáskjálftar á svæðinu. Skjálftinn í nótt er sá stærsti í þessari hrinu.

Hrinur mælast ekki reglulega á þessu svæði en það hafa mælst nokkrar þyrpingar skjálfta þarna á undanförnum áratugum, bætir Einar við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert