441 sagt upp í hópuppsögnum í maí

Vinnumálastofnun hafa borist sex tilkynningar um hópuppsagnir.
Vinnumálastofnun hafa borist sex tilkynningar um hópuppsagnir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinnumálastofnun bárust sex tilkynningar um hópuppsagnir í maí. Uppsagnirnar ná til 441 starfsmanna og starfa þau ýmist í smásölu, opinberri stjórnsýslu, farþegaflutningum og fiskvinnslu. 

Flestar uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu júlí til ágúst á þessu ári. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinnumálastofnun

Í síðustu viku bárust fréttir af því að Icelandair hafi sagt upp 82 manns í hagræðingarskyni. Starfsmenn Icelandair störfuðu ýmist á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert