500 milljóna stækkun hjá ÁTVR

Unnið að stækkun dreifingarmiðstöðvar ÁTVR.
Unnið að stækkun dreifingarmiðstöðvar ÁTVR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdir standa nú yfir við stækkun dreifingarmiðstöðvar ÁTVR við Stuðlaháls í Reykjavík. Samhliða þeim er unnið að endurbótum á skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins. Samanlagður kostnaður við þessar framkvæmdir er ríflega 500 milljónir króna.

Skrifstofuhúsnæði ÁTVR við Stuðlaháls fær andlitslyftingu.
Skrifstofuhúsnæði ÁTVR við Stuðlaháls fær andlitslyftingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt upplýsingum frá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur aðstoðarforstjóra ÁTVR er um að ræða 1.400 fermetra viðbyggingu við núverandi dreifingarmiðstöð, stálgrindarhús á einni hæð. Verkið var boðið út síðasta haust en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rétt tæpar 550 milljónir króna. Sjö tilboð bárust og því lægsta var tekið, frá K16 ehf. upp á ríflega 494 milljónir króna. Að sögn Sigrúnar eru áætluð verklok í apríl 2025.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert