Áfram í haldi grunaður um manndráp

Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá …
Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að upp komst um málið. mbl.is/Þorgeir

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í apríl, í fjórar vikur til viðbótar, eða til 1. júlí. 

Búið er að kæra úrskurðinn til Landsréttar, að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Gæsluvarðhaldið yfir manninum, sem er á sjötugsaldri, átti að renna út í dag. Konan, sem var fimmtug, fannst látin á heimili sínu 22. apríl.

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra. mbl.is/Þorsteinn

Rannsóknin langt á veg komin

Skarphéðinn segir rannsóknina vera langt á veg komna og það sé farið að sjá fyrir endann á henni. Enn er verið að bíða eftir ýmiss konar gögnum.

Skýrslutökur eru að mestu leyti búnar, bætir hann við.

Spurður kveðst Skarphéðinn ekki geta tjáð sig um hvort játning liggur fyrir í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert