Veðurspáin heldur áfram að versna. Gildi appelsínugulra viðvarana hefur nú verið framlengt út miðvikudag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi um allt land vegna ofankomu og sviptivinda en veðrinu á ekki að slota fyrr en á föstudag. Veðurskotið er því talið óvenju langdregið fyrir þennan árstíma.
Hringvegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi verður lokaður frá klukkan 20:00 í kvöld vegna veðursins. Það sama á við um hringveginn um Öxnadalsheiði en honum verður lokað klukkan 22:00. Þá er talið líklegt að vegum verði lokað á Suðausturlandi, milli Skaftafells og Djúpavogs.