Appelsínugular viðvaranir framlengdar

Veðurútlitið fyrir vikuna er ekki gott.
Veðurútlitið fyrir vikuna er ekki gott. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurspáin heldur áfram að versna. Gildi appelsínugulra viðvarana hefur nú verið framlengt út miðvikudag. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi um allt land vegna ofankomu og sviptivinda en veðrinu á ekki að slota fyrr en á föstudag. Veðurskotið er því talið óvenju langdregið fyrir þennan árstíma.

Hring­veg­urinn um Mý­vatns- og Möðru­dals­ör­æfi verður lokaður frá klukk­an 20:00 í kvöld vegna veðursins. Það sama á við um hring­veg­inn um Öxna­dals­heiði en hon­um verður lokað klukk­an 22:00. Þá er talið lík­legt að veg­um verði lokað á Suðaust­ur­landi, milli Skafta­fells og Djúpa­vogs.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert