Bjórböðin komin á sölu

Bjórböðin á Árskógssandi við Eyjafjörð eru nú til sölu.
Bjórböðin á Árskógssandi við Eyjafjörð eru nú til sölu. mbl.is/Hari

„Okkur þykir gríðarlega vænt um þetta fyrirtæki og bjórböðin eru bæði vinsæl og húsið mjög vel heppnað,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, sem ásamt fjölskyldu sinni er eigandi Bjórbaðanna á Árskógssandi í Eyjafirði, en nú er fyrirtækið komið á sölu.

„Við erum bara búin með allt okkar þrek og ástæðan er keðjuverkandi áhrif frá covid-faraldrinum og vaxtastefna Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar. Við höfðum opna líflínu í bankann til þess að geta haldið opnu, en fyrirtækið var mjög ungt þegar faraldurinn hófst,“ bætir hún við og segir að skuldaaukningin vegna þessa hafi síðan margfaldast undanfarin tvö ár í endalausum vaxtahækkunum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert