Bláa lónið opið á ný

Bláa lónið er nú opið.
Bláa lónið er nú opið. mbl.is/Eyþór

Bláa lónið hefur nú verið opnað að nýju eftir að eldgos braust út á Sundhnúkagígaröðinni í síðustu viku.

Á þetta við um allar starfsstöðvar fyrirtækisins í Svartsengi að undanskildum veitingastaðnum Moss en hann verður opnaður á miðvikudaginn. 

Bláa lónið hefur ítrekað þurft að grípa til tímabundinna lokana frá því í nóvember á síðasta ári. Síðan þá hefur fimm sinnum gosið við eða í grennd við Sundhnúkagígaröðina, nú síðast á miðvikudaginn. Var gestum og starfsfólki gert að rýma svæðið þá.

Fylgjast með stöðunni

Á heimasíðu fyrirtækisins segir að eldsumbrotin séu í öruggri fjarlægð frá Bláa lóninu. 

Við höldum áfram að fylgja tilmælum yfirvalda til hins ítrasta og fylgjumst vel með stöðunni í samstarfi við yfirvöld og sérfræðinga. Við vinnum ötullega að því alla daga að tryggja öryggi starfsfólks og gesta, lærum af reynslunni og nýtum nýja þekkingu á uppbyggilegan hátt,“ segir í tilkynningu á heimasíðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert