Fundi aflýst af óviðráðanlegum ástæðum

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aflýsa þurfti fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis með skömmum fyrirvara í morgun af óviðráðanlegum ástæðum. 

Þetta staðfestir Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, 2. varaformaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is.

Hafdís kveðst þó ekki geta geta gefið frekari skýringar og vísar á Bryndísi Haraldsdóttur, formann nefndarinnar. 

Ekki náðist á Bryndísi við vinnslu fréttarinnar en Morgunblaðið greindi frá því í dag að Bryndís gerði fastlega ráð fyrir því að útlendingafrumvarpið svokallaða yrði afgreitt úr nefndinni í dag. 

Uppfært klukkan 12.17:

Í upphaflegu fréttinni sagði að fundi hefði verið aflýst vegna óvæntrar uppákomu. Hafdís segir hið rétta að honum hafi verið aflýst af óviðráðanlegum ástæðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka