Halla Hrund snýr aftur til Orkustofnunar

Halla Hrund Logadóttir tekur við embætti orkumálastjóra á ný í …
Halla Hrund Logadóttir tekur við embætti orkumálastjóra á ný í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halla Hrund Logadóttir snýr aftur til starfa hjá Orkustofnun í vikunni.

Þetta staðfestir Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Langbrókar sem annast samskipti fyrir hönd stofnunarinnar, í samtali við mbl.is. 

„Hún snýr aftur til starfa um miðja viku, líklegast á fimmtudaginn,“ segir Bára Mjöll. 

Halla Hrund hefur verið í leyfi sem forstjóri stofnunarinnar síðan hún tilkynnti framboð sitt til embættis forseta þann 7. apríl, en Sara Lind Guðbergsdóttir hefur gegnt embættinu í fjarveru Höllu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert