Hrina skjálfta við Herðubreiðarlindir

Myndin sýnir fjarlægð skjálftahrinunnar frá Akureyri og Vatnajökli.
Myndin sýnir fjarlægð skjálftahrinunnar frá Akureyri og Vatnajökli. Kort/map.is

Skjálftahrina gengur yfir suðaustur af Herðubreiðarlindum norðan Vatnajökuls.

Hrinan þykir frekar eðlileg og á sér stað á svæði þar sem eru reglulega hrinur, segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Skjálftarnir eru frekar reglulegir en ekki stórir, en stærsti skjálftinn sem mælst hefur hingað til var 2,9 að stærð.

Spurð hvort þetta þýði eitthvað sérstakt segir Jóhanna svo ekki vera, ekki í bili að minnsta kosti. Miklar hrinur hafi orðið við Herðubreið í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert