Sigtryggur Sigtryggsson
Það stefnir í mikla fækkun bensínstöðva í Breiðholtshverfi. Þær verða fjarlægðar og íbúðarhús koma í staðinn.
Í fyrra voru kynnt áform um niðurrif bygginga í Norður-Mjódd í Neðra Breiðholti. Bensínstöð Olís við Álfabakka 7 verður m.a. fjarlægð. Sömuleiðis hafa verið kynnt áform um að fjarlægja bensínstöð Orkunnar við Suðurfell 4 í Efra-Breiðholti.
Nú er röðin komin að bensínstöð N1 í Skógarseli 10 í Neðra-Breiðholti. Í lok síðasta árs fengu skipulagsyfirvöld í Reykjavík fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar sem felst í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis þar, samkvæmt tillögu DAP arkitekta.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.