Kolbeinn Sigþórsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, var sýknaður af ákæru um alvarlegt kynferðisofbeldi gegn barnungri stúlku.
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness nú rétt í þessu.
Móðir stúlkunnar krafðist þriggja milljóna króna miskabóta og var bótakröfu vísað frá.
Kolbeinn hefur leikið 64 leiki fyrir landsliðið og skoraði í þeim leikjum 26 mörk.
Hann hefur áður verið sakaður um ofbeldi, meðal annars kynferðislegt ofbeldi gegn tveimur konum og greiddi þrjár milljónir króna í miskabætur til kvennanna og þrjár milljónir króna sem runnu til Stígamóta.