Ólafur E. Jóhannsson
„Mér virðist þetta vera þannig að Katrín átti dyggan hóp stuðningsmanna, en hann var ekki nægjanlega stór, um fjórðungur kjósenda. Hefði hún haft öruggara forskot hefði að mínu mati ekki komið til þessa sambræðings gegn henni á lokametrum kosningabaráttunnar.“
Þetta segir Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið.
Álits hennar var leitað á þeirri kúvendingu sem virðist hafa átt sér stað í fylgi við einstaka forsetaframbjóðendur í kosningunum, en allt til kjördags virtist sem þær báðar, Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir, nytu álíka mikillar hylli kjósenda.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag